Verkefnastjórnun-ný áherslulína í forystu og stjórnun 25. apríl 2018

Verkefnastjórnun-ný áherslulína í forystu og stjórnun

Meistaranám í forystu og stjórnun er fjölmennasta námsbrautin við Háskólann á Bifröst. Við undirbúning og hönnun námsins var framkvæmd þarfagreining á því sem námið þyrfti að innihalda til þess að það yrði sem gagnlegast og þannig tengd saman fræði og praktík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi nám sem ætlað er að búa nemendur undir forystu og stjórnunarstörf.

Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á nýja áherslu í þessu sívinsæla meistaranámi þ.e. meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun. Í atvinnulífi og samfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Verkefnastjórnun vegur þannig æ meira í faglegri forystu. Sérstaða námsins felst í námskeiðum sem eru sniðin að starfi verkefnastjórans þ.e. Ákvörðunartaka og líkanagerð, Straumlínustjórnun og skipulag og Verkefnastjórnun.

Mögulegt er að ljúka MS gráðu sem er 90 ECTS eininga nám og MLM gráðu sem er 90 ECTS eininga viðbótanám á meistarastigi án lokaritgerðar.

Umsóknarfrestur í meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst er til 15. maí næstkomandi. Námið er kennt í fjarnámi með vinnuhelgum á Bifröst þar sem nemendur vinna verkefni og taka þátt í umræðum með kennara.

Frekari upplýsingar um námið má nálgast hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta