Fréttir og tilkynningar

Útskriftarhópur heimsækir gamlar námsslóðir á Bifröst 1. júlí 2016

Útskriftarhópur heimsækir gamlar námsslóðir á Bifröst

Rúmlega 30 manna hópur, sem útskrifaðist frá Bifröst fyrir 40 árum síðan, kom saman og gerði sér glaðan dag á sínum gömlu námsslóðum nú í vor. Það var Þórir Páll Guðjónsson, kennari og verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst, sem tók á móti hópnum og leiddi í gegnum þorpið.

Lesa meira
Sápuboltinn haldinn með stæl 28. júní 2016

Sápuboltinn haldinn með stæl

Hinn árlegi Sápubolti, á vegum Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst, var haldinn síðastliðna helgina. Í sápubolta reynir á jafnvægið en þar er er fótbolti spilaður á plastdúk sem á er volgt vatn og sápa.

Lesa meira
Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu 27. júní 2016

Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu

Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor á lögfræðisviði Háskólans á Bifröst, flutti nýverið erindi á árlegri Janders Dean Horizons ráðstefnunni í London. Ráðstefnan í ár einblíndi á nýjungar í lögfræðiþjónustu og hvernig mætti veita þátttakendum innblástur til að innleiða nýjan hugsunarhátt í sínu starfi og innan síns fyrirtækis.

Lesa meira
Tengslanetið á Bifröst kemur sér vel 23. júní 2016

Tengslanetið á Bifröst kemur sér vel

Asco Harvester er eitt sex frumkvöðlafyrirtækja sem nýverið hlutu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Einn stofnenda fyrirtæksins er Anna Ólöf Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst, sem stofnaði fyrirtækið með mágkonu minni og bróður í ársbyrjun 2015, eftir að hafa fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði. Anna Ólöf sér um daglegan rekstur fyrirtækisins og segir raunhæf verkefni í námi hafa nýst vel í því starfi.

Lesa meira
Fagmenntun í þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu 20. júní 2016

Fagmenntun í þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu

Hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lauk í vor námi sem starfsþjálfar á vinnustað. Námið kallast TTRAIN, er stendur fyrir Tourism training, og er styrkt af Erasmus+ áætluninni, undir stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar og símenntunar Háskólans á Bifröst.

Lesa meira
Umsóknarfrestur í Háskólann á Bifröst er til 15. júní 14. júní 2016

Umsóknarfrestur í Háskólann á Bifröst er til 15. júní

Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst aðili að markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu 14. júní 2016

Háskólinn á Bifröst aðili að markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst og Rannsóknarmiðstöð Ferðamála/Háskólinn á Akureyri hafa á síðustu misserum í sameiningu unnið markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Markmiðið er að gefa skýrari mynd af þeim ferðamönnum sem von er á hingað til lands. Verkefnið hefur verið fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og verður fjármagnað af Stjórnstöð ferðamála í framhaldinu.

Lesa meira
Úr kennslu í lögfræðinám 13. júní 2016

Úr kennslu í lögfræðinám

Lilja Björg Ágústsdóttir er meistaranemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún býr í uppsveitum Borgarfjarðar, er gift og á þrjá syni. Lilja Björg lauk B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2011 og starfaði sem grunnskólakennari á árunum 2006 – 2014. Lengst af kenndi hún við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.

Lesa meira
Samvinnugeta, aðlögunarhæfni og ábyrgð aðalsmerki Bifrestinga - útskrift frá Háskólanum á Bifröst í dag 11. júní 2016

Samvinnugeta, aðlögunarhæfni og ábyrgð aðalsmerki Bifrestinga - útskrift frá Háskólanum á Bifröst í dag

Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði rúmlega 120 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 11. júní, við hátíðlega athöfn. Í útskriftarræðu sinni til útskriftarnemenda vék Vilhjálmur að því að skilningur á lífinu og umhverfinu, aðlögunarhæfni, samvinnugeta, kjarkur til að taka ákvarðanir og ábyrgð væru aðalsmerki Bifrestinga. Þannig hefðu þeir byggt upp með sér hið innra hugrekki sem þurfi til að glíma við hvert það viðfangsefni sem á vegi þeirrra verður.

Lesa meira