
Nýr framkvæmdastjóri gæðamála
Signý Óskarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Er hún ráðin í 30% starfshlutfall og hóf hún störf nú um áramótin.
Signý er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Auk þess er hún með diplómu í kennslufræðum og kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Signý rekur ráðgjafafyrirtækið Creatrix sem sérhæfir sig aðallega í verkefnum tengdum nýsköpun, menntun, mannauði og listum. Hún hefur áður starfað við skólann m.a. sem stundakennari, framkvæmdastjóri kennslu og gæðastjóri og er hún því á heimavelli. Signý er boðin velkomin aftur til starfa við Háskólann á Bifröst.
Ólafur Ísleifsson er þar með kominn í leyfi sem framkvæmdastjóri gæðamála háskólans í bili og hefur tekið sæti á Alþingi. Honum er þakkað fyrir vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta