Aldarafmæli Háskólans á Bifröst 17. janúar 2018

Aldarafmæli Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins hefur verið sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem raðast niður á árið.

Dagskráin samanstendur meðal annars af slides myndasýningu, sveitaballi, golfmóti, listaverkasýningu, tónleikum og fleiru. Þann 3. desember verður síðan boðið til formlegrar afmælisveislu á Bifröst þar sem sleginn verður botninn í afmælishátíðina.

Fyrsti viðburður afmælishátíðarinnar, slides myndasýning verður 28. janúar. Um er að ræða myndasýningu þar sem Bifrestingar geta tekið þátt með því að mæta með eigin slides myndir frá skólaárum sínum. Þá verða staðsettar á Bifröst fjórar slides sýningarvélar sem gestum gefst kostur á að nýta og um leið hitta aðra Bifrestinga. Þann 22. febrúar verður síðan formlegt opnunarkvöld afmælishátíðarinnar á Bifröst. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta