Vinnuhelgi grunnnema um helgina
Þann 25. – 28. janúar verður vinnuhelgi grunnnema við Háskólann á Bifröst. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta nemendur á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu.
Háskólinn á Bifröst býður upp á fjölbreytt úrval námsleiða í grunnnámi meðal annars viðskiptafræði, heimspeki hagfræði og stjórnamálafræði, viðskiptalögfræði og fl. Kennsluhættir miðast við að mæta nútímaþörfum nemenda þar sem lögð er áhersla á persónulega kennslu og þjónustu. Allir fyrirlestrar í grunnnámi eru aðgengilegir nemendum í kennslukerfis skólans sem gerir það að verkum að nemendur geta stundað nám sitt hvar sem er og stýrt tíma sínum sjálfir. Námið er þannig mjög heppilegur kostur fyrir þá sem stunda nám samhliða vinnu.
Nánari upplýsingar um grunnnámi við Háskólann á Bifröst má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta