Fjölbreyttur hópur skiptinema á vorönn 2018
Á hverju ári sækist hópur skiptinema víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemar nú á vorönn eru 30 talsins og koma þeir m.a. frá Bangladesh, Japan, Suður Kóreu, Þýskalandi, Frakklandi, Taiwan, Mexico og Canada. Þetta er því mjög fjölbreyttur hópur að þessu sinni og margir nemarnir langt frá heimabyggð. Skiptinemarnir hræðast greinilega hvorki myrkur eða kalt veður en þeir eru þegar farnir að ferðast um héraðið og skoða náttúrfegurð Íslands í vetrarbúningnum.
Þann 6. janúar síðastliðinn var haldinn hátíðarkvöldverður í þeim tilgangi að hrista skiptinemahópinn saman. Þar fengu skiptinemarnir tækifæri til að kynnast íslenskum samnemendum og fengu úthlutað úr þeim hópi „buddie“ en með því er átt við íslenska nemendur sem aðstoða skiptinemana við að aðlagast lífinu á Bifröst og fræða þau um íslenska menningu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta