Fréttir og tilkynningar

Mögulegt samstarf rætt við háskóla í Tansaníu
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, fundaði í vikunni með fulltrúum þriggja háskóla í Tansaníu. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Mzumbe University í Dar Es Salaam, helstu viðskiptaborg Tansaníu.
Lesa meira
Nýr verkefnastjóri kennslu á kennslusviði
Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri kennslu á kennslusviði skólans. Valgerður tók við störfum í byrjun ágúst en hún tekur við starfinu af Höllu Tinnu Arnardóttur.
Lesa meira
Vísindaþing um þjónandi forystu
Vísindaþing um þjónandi forystu, 3rd Global Servant Leadership Research Roundtable, verður haldið dagana 1-2 september 2016 við Háskólann á Bifröst. Þingið er haldið af Þekkingarsetri um þjónandi forystu en Háskólinn á Bifröst hefur átt í góðu samtarfi við þekkingarsetrið undanfarin ár.
Lesa meira
Rannsakar breska háskólakórahefð í Oxford
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut styrk til eins árs rannsóknarstarfa við Oxford-háskóla og verður því búsett þar í borg skólaárið 2016-2017. Rannsóknarverkefn hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.
Lesa meira
Ný bók Dr. Ágústs Einarssonar um sjávarútveg
Bókin Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi eftir Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans, er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku sem kemur út hérlendis. Í bókinni er fjallað um sjávarútveg frá fjölmörgum sjónarhornum og er bókin tæpar 400 bls.
Lesa meira
Máttur kvenna var drifkrafturinn
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið innan símenntunar Háskólans á Bifröst og er þetta í 13. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú um 800 konur útskrifast úr náminu.
Lesa meira-5.jpg?w=640&h=420&mode=crop&scale=both&autorotate=true)
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst eru framundan og hefjast fimmtudaginn 18. ágúst næstkomandi. Þá taka kennarar og starfsmenn á móti nýnemum og kynna námið og aðstöðuna á Bifröst. Nemendafélag háskólans sér einnig um dagskrá fyrir nýnema.
Lesa meira
Leiðtogar framtíðarinnar sækja alþjóðlegan sumarskóla við Háskólann á Bifröst
Alþjóðlegur sumarskóli var haldinn í fyrsta sinn við Háskólann á Bifröst nú í júlí undir yfirskriftinni Skapandi forysta á 21. öldinni. Tilgangur skólans er að undirbúa og þjálfa leiðtoga framtíðarinnar undir þær áskoranir sem þeirra bíða í sífellt meira krefjandi heimi.
Lesa meira.jpg?w=640&h=420&mode=crop&scale=both&autorotate=true)
Lektor á lögfræðisviði heldur erindi við Fordham háskóla
Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lögfræðisvið Háskólans á Bifröst, mun halda erindi á ILEC, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Fordham háskóla í New York,nú í byrjun júlí.
Lesa meira