Háskólinn á Bifröst tók þátt í Háskóladeginum
Háskóladagurinn 2018 fór fram laugardaginn 3. mars síðastliðinn en um er að ræða árlegan viðburð þar sem allir háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir. Fulltrúar Háskólans á Bifröst kynntu námsframboð skólans á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík. Dagurinn fór vel fram og voru fjölmargir sem að notuðu tækifærið og kynntu sér mismunandi námsframboð einstaka skóla.
Í kjölfarið af Háskóladeginum taka við kynningar á vegum háskólanna um allt land og fór sú fyrsta fram mánudaginn 5. mars á Akranesi. Dagskrá kynninganna er eftirfarandi:
6. mars - Fjölbrautaskóli Suðurnesja
7. mars - Fjölbrautaskóli Suðurlands
8. mars - Menntaskóli Ísafjarðar
12. mars - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
13. mars - Menntaskólinn á Egilsstöðum
14. mars - Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri
15. mars - Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
Nánari upplýsingar um kynningarnar má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta