Fréttir og tilkynningar

Háskólinn á Bifröst tók þátt í Háskóladeginum 7. mars 2018

Háskólinn á Bifröst tók þátt í Háskóladeginum

Háskóladagurinn 2018 fór fram laugardaginn 3. mars síðastliðinn en um er að ræða árlegan viðburð þar sem allir háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir. Fulltrúar Háskólans á Bifröst kynntu námsframboð skólans á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík. Dagurinn fór vel fram og voru fjölmargir sem að notuðu tækifærið og kynntu sér mismunandi námsframboð einstaka skóla.

Lesa meira
Vel heppnað Bifrastarþing 6. mars 2018

Vel heppnað Bifrastarþing

Þann 22. febrúar síðastliðinn var haldið Bifrastarþing þar sem opnun aldarafmælishátíðar Háskólans á Bifröst fór fram með formlegum hætti. Flutt voru fróðleg og skemmtileg erindi sem spönnuð vel yfir þau hundrað ár sem skólinn hefur starfað.

Lesa meira
Glæsileg útskrift frá Háskólanum á Bifröst 24. febrúar 2018

Glæsileg útskrift frá Háskólanum á Bifröst

Í dag, laugardaginn 24. febrúar, útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rektor alls 76 nemendur við hátíðlega athöfn. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt.

Lesa meira
Bifrastarþing 19. febrúar 2018

Bifrastarþing

Á fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14.00 verður Bifrastarþing sem er formleg opnun 100 ára afmælishátíðar Háskólans á Bifröst. Þar fara með framsögu góðir gestir, rifja upp sögu Háskólans á Bifröst, fjalla um menntun kvenna á árum áður, afmæli skólans, rifja upp gamla tíma og fleira.

Lesa meira
Háskóladagurinn 2018 16. febrúar 2018

Háskóladagurinn 2018

Háskóladagurinn 2018 fer fram laugardaginn 3. mars frá kl. 12 – 16 í Reykjavík í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Háskóladagurinn er árlegur viðburður sem allir háskólar landsins standa að og kynntar eru yfir 500 námsbrautir.

Lesa meira
Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla heimsækja Bifröst 12. febrúar 2018

Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla heimsækja Bifröst

Fulltrúar nemenda við Háskólann á Bifröst tóku á móti föngulegum hópi útskriftarnema frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla síðastliðinn föstudag. Hópurinn lét hvorki rammíslenskt veðurfar eða þunga færð hafa áhrif á ferðir sínar og litu við á Bifröst.

Lesa meira
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 24. febrúar 9. febrúar 2018

Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 24. febrúar

Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi kl. 13.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu 76 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símenntun.

Lesa meira
Ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið á Bifröst 8. febrúar 2018

Ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið á Bifröst

Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið dagana 10. – 11. maí 2018. Ráðstefnan er sem fyrr vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sínum og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn.

Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri gæðamála 6. febrúar 2018

Nýr framkvæmdastjóri gæðamála

Signý Óskarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Er hún ráðin í 30% starfshlutfall og hóf hún störf nú um áramótin.

Lesa meira