Vel heppnaður opinn dagur á Bifröst 4. júní 2018

Vel heppnaður opinn dagur á Bifröst

Á laugardag fór fram Opinn dagur Háskólans á Bifröst og heppnaðist hann vel. Fjöldi gesta leit við til að kynna sér námsframboð og fyrirkomulag skólans og buðu nemendur gestum í gönguferðir um skólann og umhverfi hans.

Metnaðarfull skemmtidagskrá var fyrir alla fjölskylduna og meðal annars hægt að sjá Leikhópinn Lottu, Sirkus Íslands, klappa kanínum, hoppa í hoppukastala og fá andlitsmálningu.

Kvenfélag Stafholtstungna sá um að enginn færi svangur heim og bauð upp á vöffluhlaðborð að sinni einkunnu snilld og einnig var ís í boði frá borgfirsku ísgerðinni Laufey.

Þetta var einstaklega skemmtilegur dagur hér á Bifröst og fóru bæði gestir og aðstandendur skólans sáttir heim að honum loknum.

 

Fleiri myndir frá viðburðinum má nálgast hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta