Opinn dagur Háskólans á Bifröst 2. júní 4. maí 2018

Opinn dagur Háskólans á Bifröst 2. júní

Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag 2. júní, milli kl 14.00 og 17.00. Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og boðið upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.

Nemendur bjóða gestum í gönguferðir um svæðið og skólann þar sem skoðaðar verða allar byggingar skólans, aðstaða nemenda og umhverfið í kringum skólann. Fulltrúar deilda skólans munu vera á staðnum og kynna námið ásamt nemendum, kennurum og starfsmönnum.

Í tilefni afmælishátíðar háskólans verður dagurinn veglegur að þessu sinni en um verður að ræða fjölskylduskemmtun með skemmtilegum uppákomum og afþreyingu fyrir börnin. í boði verða hoppukastalar, andlitsmálning, blöðrudýr, leikhópurinn Lotta, tónlistaratriði, hestar, kanínur og margt fleira. Síðast en ekki síst mun svo Sirkus Íslands vera á vappinu meðal hátíðargesta. Einnig verða í boði alvöru rjómavöfflur og kaffisopi í hátíðarsal skólans á vegum Kvenfélags Stafholtstungna.  

Nánari dagskrá kemur inn síðar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta