Fréttir og tilkynningar
30. maí 2018
Tvö framúrskarandi misserisverkefni
Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 17. og 18. maí. Misserisverkefni eru hópverkefni sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara og þurfa að verja í kjölfarið fyrir prófnefnd. Tilgangur misserisverkefna er margþættur en þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og öðlast þannig meiri sérfræðiþekkingu en ella. Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins.
Lesa meira
29. maí 2018
Háskólinn á Bifröst tekur upp Ugluna
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla
Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiginlegan vilja til að vinna að því að
tölvukerfið Ugla, sem er í eigu Háskóla Íslands, verði innleitt hjá Háskólanum á Bifröst á
árinu 2019. Uglan hefur hingað til eingöngu verið notuð sem megintölvukerfi opinberu
háskólanna þannig að hér er um nokkur tímamót að ræða hvað notkun hennar varðar.
18. maí 2018
Akademísk húsverk og menntabil í háskólamenntun til umræðu á Bifröst
Framtíð háskólastarfs á landsbyggðinni var yfirskrift tólftu árlegu ráðstefnunnar um íslenska þjó...
Lesa meira
9. maí 2018
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið haldin í Háskólanum á Bifröst 10. – 11. maí
Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið 10. – 11. maí nk., en ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sínum og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn.
Lesa meira
8. maí 2018
Háskólinn á Bifröst er rétti staðurinn fyrir þig
Eva Karen Þórðardóttir lauk MLM í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Í dag rekur Eva eigið fyrirtæki sem heitir Effect en þar er boðið upp á ráðgjöf um gæðamál og stefnumótun fyrir fyrirtæki. Evu fannst meistaranámið í forystu og stjórnun heillandi kostur, auk þess sem það hentaði henni mjög vel að vera í fjarnámi.
Lesa meira
8. maí 2018
Orkustofnun úthlutar styrkjum vegna rannsókna á sviði smávirkjana
Orkustofnun mun á þessu ári veita tvo styrki allt að 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til Meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. Markmið með styrkveitingunni er að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.
Styrkirnir standa til boða öllum sem stunda rannsóknir á meistarastigi svo fremi sem verkefnin styðja við smávirkjanaverkefni Orkustofnunar.
4. maí 2018
Opinn dagur Háskólans á Bifröst 2. júní
Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag 2. júní, milli kl 14.00 og 17.00. Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og boðið upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.
Nemendur bjóða gestum í gönguferðir um svæðið og skólann þar sem skoðaðar verða allar byggingar skólans, aðstaða nemenda og umhverfið í kringum skólann. Fulltrúar deilda skólans munu vera á staðnum og kynna námið.
3. maí 2018
Grunnskólanemar kynntu sér starf Háskólans á Bifröst
Fjórir nemendur úr grunnskólum Borgarbyggðar komu kynntu sér starf Háskólans á Bifröst. Þetta voru þau Guðrún Karítas, Guðbrandur Jón, Ásdís Lilja og Viktoría Líf en þau eru öll í 10. bekk.
Lesa meira
30. apríl 2018
Umsjón nemendaskrár- og kennslukerfis, laust starf frá 1. ágúst
Við auglýsum eftir umsjónarmanni nemendaskrár- og kennslukerfis tímabundið til eins árs í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. vegna afleysinga. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk
Lesa meira