Fréttir og tilkynningar

Aukning nýnema við Háskólann á Bifröst og umsóknir enn skoðaðar 8. ágúst 2018

Aukning nýnema við Háskólann á Bifröst og umsóknir enn skoðaðar

Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Bifröst eru um 25% fleiri en á síðasta ári. Fjölgunin er fyrst og fremst í umsóknum um grunnnám en þær eru rúmlega 50% fleiri en í fyrra. Umsóknum um meistaranám hefur fjölgað um 5% frá fyrra ári en það nám hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Heldur færri umsóknir eru í Háskólagáttina sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám. Í heild eru umsóknir í skólann um 16% fleiri en í fyrra. Reikna má með því að nýnemar í Háskólanum á Bifröst verði um 25% fleiri en á síðasta ári eða um 270.

Lesa meira
Undurfagrir tónar í Grábrókargíg 17. júlí 2018

Undurfagrir tónar í Grábrókargíg

Í tilefni af aldarafmæli Háskólans á Bifröst buðu aðstandendur skólans upp á glæsilega örtónleika með Karlakórnum söngbræðrum í Grábrókargíg. Tónleikarnir fóru fram í blíðskaparveðri þann 5. júlí síðastliðinn og var mjög góð mæting. Á þessu fallega sumarkvöldi hlýddu lopapeysuklæddir gestir á létta og skemmtilega dagskrá og skapaðist alveg einstök stemning. Tónleikarnir stóðu yfir í 30 mínútur og að þeim loknum var gestum boðið að þiggja veitingar á Hótel Bifröst.

Lesa meira
Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi 4. júlí 2018

Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi

Í nóvember 2017 fóru Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi skólans til Þýskalands og hittu fulltrúa FOM háskólans í því skyni að koma á samstarfi á milli skólanna tveggja. Í kjölfarið komu Dr. Clemens Jager og Michaela Schönherr-Gundogdu frá FOM háskólanum í Þýskalandi í heimsókn á Bifröst þar sem formlegu samstarfi var komið á. Undirritaður var samstarfssamningur um námskeið sem mun bera heitið Sumarráðstefna á Íslandi 2019.

Lesa meira
Breytingar á kennslusviði Háskólans á Bifröst 27. júní 2018

Breytingar á kennslusviði Háskólans á Bifröst

Þann 30. ágúst næstkomandi lætur Hjalti R. Benediktsson af störfum sem umsjónarmaður kennslukerfa og hverfur til annarra starfa. Hjalti hefur starfað við skólann frá árinu 2006. Guðrún Björk Friðriksdóttir tekur við starfi Hjalta en Guðrún Björk hefur starfað sem verkefnastjóri nemendaskrár og umsókna. Sólveig Hallsteinsdóttir, þjónustustjóri Háskólans á Bifröst, tekur við starfi Guðrúnar Bjarkar og mun Helena Dögg Haraldsdóttir, sem starfað hefur á húsnæðissviði skólans, taka við starfi þjónustustjóra.

Lesa meira
81 nemandi brautskráður um helgina við hátíðlega athöfn 18. júní 2018

81 nemandi brautskráður um helgina við hátíðlega athöfn

Í dag laugardaginn 16. júní, útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst alls 81 nemanda við hátíðlega athöfn. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr Háskólagátt, viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild.

Lesa meira
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní 12. júní 2018

Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní

Næstkomandi laugardag hinn 16. júní kl. 10 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast um 80 nemendur úr grunn- og meistaranámi og Háskólagátt.

Lesa meira
Háskólagátt - Engin skólagjöld og hægt að stunda nám með fullri vinnu 11. júní 2018

Háskólagátt - Engin skólagjöld og hægt að stunda nám með fullri vinnu

Langar þig í háskólanám en hefur ekki lokið stúdentsprófi?

Þá er Háskólagátt Háskólans á Bifröst rétti kosturinn fyrir þig. Hvort sem þú ert á vinnumarkaði eða vilt snúa þér alfarið að náminu þá erum við með lausnina fyrir þig. Háskólinn á Bifröst er persónulegur háskóli þar sem nemendum er gert kleift að stunda nám með fullri vinnu.
Umsóknarfrestur um nám í Háskólagátt Háskólans á Bifröst rennur út 15. júní.

Lesa meira
Breytt verklag til að koma í veg fyrir kynbundna áreitni og ofbeldi 7. júní 2018

Breytt verklag til að koma í veg fyrir kynbundna áreitni og ofbeldi

Nýjar verklagsreglur og forvarnaráætlun hafa nú tekið gildi við Háskólann á Bifröst en í kjölfar #Me too umræðunnar var farið í allsherjar skoðun á regluverki háskólans um kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Háskólaráð Háskólans á Bifröst átti frumkvæðið að vinnunni en að henni komu nemendur, starfsfólk og akademískir starfsmenn skólans.

Lesa meira
Vel heppnaður opinn dagur á Bifröst 4. júní 2018

Vel heppnaður opinn dagur á Bifröst

Á laugardag fór fram Opinn dagur Háskólans á Bifröst og heppnaðist hann vel. Fjöldi gesta leit við til að kynna sér námsframboð og fyrirkomulag skólans og buðu nemendur gestum í gönguferðir um skólann og umhverfi hans.

Lesa meira