Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi í hópi meistaranema í forystu og stjórnun 24. september 2018

Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi í hópi meistaranema í forystu og stjórnun

Þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Ketill Berg voru gestafyrirlesarar í hópi meistaranema í forystu og stjórnun nú fyrir helgina. Ketill starfar hjá Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og er einnig stundakennari  í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Þórey er ráðgjafi hjá Capacent og er sérsvið hennar m.a. stefnumótun, stjórnun og samfélagsleg ábyrgð. Í öllu námi við Háskólann á Bifröst er lögð áhersla á ríka tengingu við atvinnulífið og mikilvægi þess að kennarar og fyrirlesarar búi yfir raunhæfri þekkingu sem þeir geti miðlað til nemenda. Meistaranám í forystu og stjórnun er fjölmennasta námslínan við Háskólann á Bifröst og er kennt í fjarnámi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta