Jafnréttisdagar 2018
Jafnréttisdagar verða haldnir dagana 1. – 5. október nk. og standa háskólar landsins að spennandi viðburðum málefninu tengdu.
Jafnrétti er okkur öllum mikilvægt og er tilgangur Jafnréttisdaga að skapa opna umræðu og auka skilning á jafnrétti ásamt því að gera málefnið sýnilegra og efla þá sem vinna að Jafnrétti.
Háskólinn á Bifröst lætur sitt ekki eftir liggja og stendur fyrir þrem viðburðum þessa viku.
Opnun Jafnréttisdaga fer fram í Kringlunni á Hótel Bifröst mánudaginn 1. október kl. 12.00. Vilhjálmur Egilsson, rektor skólans, fer með nokkur orð og verða léttar veitingar í boði.
Þriðjudaginn 2. október flytur Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, erindið Jafnrétti á bak við tjöldin þar sem hún fjallar um stöðu jafnréttismála á starfsvettvangi stjórnmála.
Erindið fer fram í húsakynnum skólans á Suðurlandsbraut 22 og hefst kl. 12.00.
Fimmtudagskvöldið 4. október verður svo slegið á létta strengi í samvinnu við nemendafélag Háskólans á Bifröst og verður meðal annars fjallað um upplifanir erlendu nemenda okkar um Jafnrétti í þeirra heimalandi.
Endilega kynnið ykkur Facebook síðu Jafnréttisdaga hér.
Skoðið viðburðina hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta