Fréttir og tilkynningar

Law Without Walls víkkar sjóndeildarhringinn
Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur undanfarin ár tekið þátt í Law Without Walls, sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi, eins og Harvard, Stanford University og University of Miami. Að þessi sinni er það laganeminn Hallgrímur Tómasson sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd háskólans.
Lesa meira
Starfsþjálfanám í ferðaþjónustu hefst í janúar
Starfsþjálfanám í ferðaþjónustu við Háskólann á Bifröst, TTRAIN, skilar þátttakendum verkfærum sem nýtast í starfi strax frá fyrsta degi. Á námskeiðinu eru kynntar mismunandi kennsluaðferðir og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu.
Lesa meira
Nýr doktor við félagsvísindadeild
Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Félagsvísindadeild, varði doktorsritgerð sína, Climate Change and Security in the Arctic. Analysis of Norms and Values Shaping Climate Policy in Iceland, í Háskólanum á Lapplandi þann 16. desember síðastliðinn. Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Félagsvísindasviði Háskólans á Lapplandi. Þar með eru allir fastir kennarar við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst með doktorsgráðu.
Lesa meira
Markhópagreining miðar að því að koma auga á nýja hópa ferðamanna til landsins
Háskólinn á Bifröst gaf nýverið út skýrslu vegna Markhópagreiningar fyrir íslenska ferðaþjónustu, en skýrslan er liður í samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Skýrslan er önnur í röð þriggja en fyrstu niðurstöður verkefnisins birtust í útgáfu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála fyrr á þessu ári.
Lesa meira
Máttur kvenna býr til þétt tengslanet
Útskrift úr Mætti kvenna fór fram nú í lok nóvember á Bifröst og útskrifuðust þá 15 konur úr námskeiðinu. Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja og var þetta í 13. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú rúmlega 900 konur útskrifast úr náminu.
Lesa meira
Góður grunnur fyrir aðila í stjórnunarstörfum
Ólöf Guðmundsdóttir er nýráðinn atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Ólöf lauk nú í vor meistaranámi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en áður hafði hún útskrifast sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Ólöf var valin úr hópi 28 umsækjanda en hún hefur langa reynslu af starfi við fjármálastjórnun hjá fyrirtækjum, hefur starfrækt bókhaldsþjónustu, auk þess sem hún hefur starfað hjá endurskoðunar-fyrirtækinu Grant Thornton.
Lesa meira
Möguleikar á nýsköpun í íslensku lögfræðiumhverfi
Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, stundar nú doktorsnám í lögfræði við Fordham Univerisity í New York. Helga Kristín hóf nám í lok sumars og segir þessa fyrstu önn hafa verið einstaklega lærdómsríka en megináhersla hafi verið lögð á aðferðarfræði og gagnrýna hugsun í náminu.
Lesa meira
Námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu
Háskólinn á Bifröst kemur til móts við aukna þörf fyrir menntun innan ferðaþjónustunnar með lengri og styttri námskeiðum sem skilar þátttakendum verkfærum sem nýtist strax frá fyrsta degi. Meðal þessa námskeiða er sérstakt starfsþjálfanám í ferðaþjónustu þar sem þátttakendur kynnast mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu.
Lesa meira
Lögfræðimenntun í takt við samfélagsþróun
Háskólinn á Bifröst býður hagnýtt og krefjandi MBL nám í viðskiptalögfræði sem hefst í janúar 2017. Námið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi en MBL stendur fyrir Master in Business Law.
Lesa meira