Undurfagrir tónar í Grábrókargíg
Í tilefni af aldarafmæli Háskólans á Bifröst buðu aðstandendur skólans upp á glæsilega örtónleika með Karlakórnum söngbræðrum í Grábrókargíg. Tónleikarnir fóru fram í blíðskapar veðri þann 5. júlí síðastliðinn og var mjög góð mæting. Á þessu fallega sumarkvöldi hlýddu lopapeysuklæddir gestir á létta og skemmtilega dagskrá og skapaðist alveg einstök stemning. Tónleikarnir stóðu yfir í 30 mínútur og að þeim loknum var gestum boðið að þiggja veitingar á Hótel Bifröst.
Myndir frá tónleikunum má nálgast hér.
Tónleikarnir eru liður í dagskrá sem samanstendur af röð viðburða sem sérstaklega var sett saman í tilefni 100 ár afmælis háskólans. Næsti viðburður er listaverkarallý sem fram fer á Bifröst 18 ágúst næstkomandi. Um er að ræða sýningu á öllum helstu listaverkum háskólans. Allir hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar um dagskrá afmælisárs Háskólans á Bifröst má finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta