Bifrastarþing
Formleg opnun 100 ára afmælishátíðar Háskólans á Bifröst verður þann 22. febrúar kl. 14.00 með hátíðlegri athöfn í Hriflu, hátíðarsal skólans. Þar fara með framsögu góðir gesti m.a. Þórir Páll Guðjónsson fyrir hönd Hollvinasamtaka Bifrastar, Jón Sigurðsson, fyrrverandi rektor skólans, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, Sigrún Jóhannesdóttir, fyrrverandi vararektor og lektor við háskólann ásamt fleirum. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Lestu meira
|
Bifróvision
Árshátíð nemenda við Háskólann á Bifröst verður haldinn föstudaginn 16. mars næstkomandi á Hótel Bifröst. Í tilefni aldarafmælis háskólans er eldri Bifrestingum sérstaklega boðið að taka þátt að þessu sinni. Eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta og upplifa góða kvöldstund á Bifröst undir stjórn Nemendafélagsins.
Lestu meira
|
Endurfundir
Endurfundir eða Bifrastarreunion verður haldið í Reykjavík þann 7. apríl, en þar munu Bifrestingar koma saman og eiga góða kvöldstund. Hvetjum við alla Bifrestingar til þess að mæta á viðburðinn og kalla saman gömlu skólafélagana, frumurnar og hitta aðra Bifrestinga. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði ásamt trúbador fram eftir kvöldi.
Lestu meira
|
Opinn dagur
Opinn dagur hefur lengi verið liður í árlegu starfi Háskólans á Bifröst. Þann 2. júní verður opni dagur háskólans haldinn hátíðlegur með mun stærra sniði en vanalega. Þemað mun verða aldar afmæli Háskólans á Bifröst.
Lestu meira
|
Grábrókartónleikar
Í tilefni af 100 ára afmælis Háskólans á Bifröst verður boðið upp á kröftuga tóna frá Söngbræðrum í Grábrókargíg fimmtudaginn 5. júlí kl 20:00. Þessir ör-tónleikar standa yfir í um 30 mínútur og að loknum undirfögrum tónum verður gestum boðið að þiggja veitingar í Kringlunni á Hótel Bifröst.
Lestu meira
|
Sveitaball Bifrestinga
Að gömlum sið verður haldið alvöru sveitaball á Bifröst þann 14. september. Hljómsveitin Upplyfting mun sjá gestum fyrir skemmtun og verður um leið með útgáfutónleika sína þennan dag. Einnig munu stíga á stokk Bifrestingar og rifja upp gamla takta.
Lestu meira
|
Listaverkarallý
Á haustmánuðum verður svokallað Listaverkarallý. Þá verður sýning sem inniheldur öll listaverk Háskólans á Bifröst. Verður á staðnum listaverkaunnandi sem mun leiða gesti í gegnum háskólann og segja frá listaverkunum. Boðið verður upp á kaffi, hnallþórur og skemmtilegt listaverka spjall.
Lestu meira
|
Afmælishátíð
Þann 3. desember verður síðan boðið til formlegrar afmælisveislu á Bifröst þar sem sleginn verður botninn í afmælishátíðina. Margir góðir gestir munu heiðra Bifröst með nærveru sinni. Háskólinn á Bifröst hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands að vera viðstaddan þennan merkis dag.
Lestu meira
|
|
|