Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi
Í nóvember 2017 fóru Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi skólans til Þýskalands og hittu fulltrúa FOM háskólans í því skyni að koma á samstarfi á milli skólanna tveggja.
Í kjölfarið komu Dr. Clemens Jager og Michaela Schönherr-Gundogdu frá FOM háskólanum í heimsókn á Bifröst þar sem formlegu samstarfi var komið á. Undirritaður var samstarfssamningur um námskeið sem mun bera heitið sumarráðstefna á Íslandi 2019.
Um er að ræða sameiginlegt námskeið á milli skólanna tveggja sem mun fara fram í júní á næsta ári og nemendur FOM dvelja í tvær vikur á Íslandi. Dagskráin er bæði bæði fjölbreytt og metnaðarfull en hún stendur saman af tveimur meginstoðum sem eru sjálfbær forysta og upplýsingatækni.
FOM háskólinn hefur verið í samvinnu við marga háskóla vítt og breitt um heiminn, hefur sterkar alþjóðlegar áherslur og heldur m.a. úti 29 námsstöðvum vítt um Þýskaland. Með samstarfi gestafyrirlesara sem koma frá mörgum löndum hafa aðstandendur FOM háskólans séð til þess að nemendur skólans fái gæða fyrirlestra og tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta