Háskólagátt - Engin skólagjöld og hægt að stunda nám með fullri vinnu 11. júní 2018

Háskólagátt - Engin skólagjöld og hægt að stunda nám með fullri vinnu

Langar þig í háskólanám en hefur ekki lokið stúdentsprófi?

Þá er Háskólagátt Háskólans á Bifröst rétti kosturinn fyrir þig. Hvort sem þú ert á vinnumarkaði eða vilt snúa þér alfarið að náminu þá erum við með lausnina fyrir þig. Háskólinn á Bifröst er persónulegur háskóli þar sem nemendum er gert kleift að stunda nám með fullri vinnu.

Umsóknarfrestur um nám í Háskólagátt Háskólans á Bifröst rennur út 15. júní.

Námið

Nám í Háskólagátt býr nemendur undir nám á háskólastigi í greinum hug- og félagsvísinda og veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi sem eykur samkeppnishæfni einstaklinga á vinnumarkaði. Námið fer fram í lotubundinni kennslu og notaðar eru nútíma kennsluaðferðir þ.á.m vendikennsla sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum.

Viðurkennt nám og engin skólagjöld

Nám í Háskólagátt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og samþykkt af mennta- og menningarráðuneytinu. Nemendur sem hafa útskrifast úr Háskólagátt hafa fengið inngöngu í alla háskóla landsins og einnig í háskóla erlendis. Fyrir nám í Háskólagátt eru ekki greidd skólagjöld eftir einingum eða námskeiðum heldur aðeins er innheimt annargjald fyrir hverja önn.

Frekari upplýsingar um nám í Háskólagátt má nálgast hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta