Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER 28. september 2018

Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER

Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER: Interactive and mentorship based FEMale emPOWERment in the field of entrepreneurship. Verkefnið er samstarfsverkefni (KA2) styrkt af  Erasmus+ menntaáætluninni. Fyrir hönd skólans taka þátt Kári Joensen, Jón Snorri Snorrason og Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir.

Auk Háskólans á Bifröst eru  taka eftirtaldir háskólar og stofnanir þátt í verefninu: HÉTFA (Ungverjaland), Andalucía Emprende (Spánn), Oneco Consulting S.L. (Sánn), Sociedade Portuguesa de Inovaçao (Portúgal), Steinbeis GmbH & Co.KG für Technologietransfer (Þýskaland), Corvinus University of Budapest (Ungverjaland), Sigmund Freud Privatuniversität Wien (Austurríki) og Sapientia Hungarian University of Transylvania (Rúmenía). Aðrar stofnanir og samstarfsaðilar sem munu koma að verkefninu eru: Lean in Femspace (Austurríki), PONT Group (Rúmenía), Vinnumálastofnun (Ísland).

Í verkefninu verður leitast við að vekja áhuga kvenna í háskólanámi til að taka þátt í sjálfstæðri atvinnustarfsemi með áherslu á frumkvöðlastarf. Verkefnið hefst með ítarlegum rannsóknum á frumkvöðlastarfsemi kvenna í öllum þáttökulöndunum. Alþjóðleg námskrá verður þróuð í kjölfarið og mun hún byggjast á þremur stoðum þekkingarþríhyrningsins sem byggist á samspili menntunar, rannsókna og nýsköpunar, en þá vinnu mun Háskólinn á Bifröst leiða. Námskráin verður í boði og prófuð í þeim fjórum háskólum sem taka þátt í verkefninu: Háskólinn á Bifröst (Ísland),  Corvinus University of Budapest (Ungverjaland), Sigmund Freud Privatuniversität Wien (Austurríki) og Sapientia Hungarian University of Transylvania (Rúmenía).

Einnig mun verkefnið styðja háskólanemendur frá hvaða sviðum sem er til að auka þekkingu sína á frumkvöðlastarfsemi með sérstakri áherslu á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Verkefnið er til þriggja ára og hófst það formlega með fundi í Vín þann 13. september 2018.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta