Fréttir og tilkynningar

Máttur kvenna fyrir allar konur
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur hefur átt miklum vinsældum að fagna en hafa nú rúmlega 800 konur útskrifast úr náminu.
Lesa meira
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst verða haldnir dagana 17.-19. ágúst og marka þeir upphaf skólaársins að vanda. Fjölbreytt dagskrá í boði sem samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum og kynningum á námsframboði og deildum. Kynntu þér málið.
Lesa meira
Nýr samskiptastjóri Háskólans á Bifröst
Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem samskiptastjóri við markaðssvið skólans. Lilja hefur störf í byrjun ágúst 2017 en hún tekur við starfinu af Maríu Ólafsdóttur sem er farin í fæðingarorlof.
Lesa meira
Flugfreyjustarfið sveipað dýrðarljóma
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í menningarstjórnun nú í vor frá Háskólanum á Bifröst. Andrea segist hafa valið námið vegna þess að menningu sé að finna alls staðar og námið bjóði upp á marga möguleika.
Lesa meira
Meistarnemi í viðskiptadeild lýkur tvöfaldri meistargáðu
Anna Marín Þórarinsdóttir lauk tvöfaldri meistaragráðu frá viðskiptadeild Háskólans á Bifröst nú í júní, MS í alþjóðlegum viðskiptum og MS í forystu og stjórnun. Anna Marín segir að líklega megi segja að meistararitgerðin hafi orðið til þess að gráðurnar urðu tvær en ritgerðin í alþjóðlegum viðskiptum varð svo umfangsmikil að hún taldi einfaldara að bæta við sig annarri gráðu heldur en að skera verkefnið niður.
Lesa meira
26 þátttakendur frá 15 löndum í alþjóðlegum sumarskóla á Bifröst
Alþjóðlegur sumarskóli fór af stað 8. júlí við Háskólann á Bifröst í annað sinn og nam fjölgun þátttakenda 30% milli ára. Titill sumarskólans er: Sustainable future: Creative Leadership in the 21st Century. Næstu þrjár vikur verður fjallað um áskoranir sem leiðtogar framtíðarinnar munu að líkindum fást við, bæði í atvinnulífinu og í persónulegu nærumhverfi.
Lesa meira
Nýjungar í Háskólagátt
Háskólagáttin þjónar þeim sem fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla og veitir undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi.
Lesa meira
Hvatt til ábyrgrar ferðahegðunar á Íslandi
Háskólinn á Bifröst er meðal þeirra aðila sem hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar í herferðinni Take the Icelandic Pledge. Herferðin er undir merkjum Íslenska Ferðaklasans en fulltrúi háskólans , Brynjar Þór Þorsteinsson, aðjúnkt við viðskiptadeild, skrifaði undir yfirlýsingu samtakanna í vetur um ábyrga ferðaþjónustu ásamt yfir 250 öðrum fyrirtækjum og stofnunum
Lesa meira
Háskólanám í takt við samfélagsbreytingar
Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, ritar grein um menntamál í Fréttablaðið í dag. Sigurður spáir þar hröðum framförum í menntamálum næstu áratugi með aukinni tækni og breyttum lífsstíl fólks. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og er breyttum kröfum í samfélaginu mætt með að bjóða allt nám við háskólann í fjarnámi.
Lesa meira