Fréttir og tilkynningar

Samstarf við háskóla í Argentínu 7. september 2017

Samstarf við háskóla í Argentínu

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við félagsvísinda- og lagadeild, hefur undanfarna viku verið í Argentínu að flytja fyrirlestra og taka þátt í ráðstefnu um efnahagskreppur, ástæður og afleiðingar þeirra.

Lesa meira
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir er fyrsti forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst 6. september 2017

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir er fyrsti forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst

Félagsvísindadeild og lagadeild Háskólans á Bifröst voru sameinaðar í eina deild þann 1. ágúst síðastliðinn, undir heitinu félagsvísinda- og lagadeild. Markmiðið með sameiningunni er fyrst og fremst að styrkja deildirnar faglega og auka gæði í innra starfi skólans. Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst er fyrsti forseti deildarinnar.

Lesa meira
Unnar Steinn Bjarndal lektor við Háskólann á Bifröst verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu 5. september 2017

Unnar Steinn Bjarndal lektor við Háskólann á Bifröst verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Unnar Steinn Bjarndal hæstaréttarlögmaður og lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst hefur verið skipaður verjandi Sævars Ciesielskis í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst frá árinu 2009 og hefur meðal annars sinnt kennslu í námskeiðum um sakamálaréttarfar og refsirétt.

Lesa meira
Fulltrúar Háskólans á Bifröst taka við veglegum styrk frá Rannís 4. september 2017

Fulltrúar Háskólans á Bifröst taka við veglegum styrk frá Rannís

Þann 30. ágúst úthlutaði Rannís styrkjum til fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Fulltrúar Háskólans á Bifröst, Hulda I. Rafnarsdóttir og Kári Joensen tóku við € 260.806 styrk fyrir verkefnið Advancing Migrant Women (Stuðningur við innflytjendakonur). Verkefnið nær yfir 30 mánuði og er samstarfsverkefni fjögurra landa en auk Háskólans á Bifröst sem fer með verkefnisstjórn taka þátt skólar og stofnanir frá Englandi, Grikklandi og Ítalíu.

Lesa meira
Góð stemning um helgina í öflugum hópi nýrra Bifrestinga 22. ágúst 2017

Góð stemning um helgina í öflugum hópi nýrra Bifrestinga

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst voru haldnir dagana 17. – 19. ágúst síðastliðinn og mörkuðu upphaf skólaársins.

Lesa meira
Máttur kvenna fyrir allar konur 16. ágúst 2017

Máttur kvenna fyrir allar konur

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur hefur átt miklum vinsældum að fagna en hafa nú rúmlega 800 konur útskrifast úr náminu.

Lesa meira
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst 9. ágúst 2017

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst verða haldnir dagana 17.-19. ágúst og marka þeir upphaf skólaársins að vanda. Fjölbreytt dagskrá í boði sem samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum og kynningum á námsframboði og deildum. Kynntu þér málið.

Lesa meira
Nýr samskiptastjóri Háskólans á Bifröst 1. ágúst 2017

Nýr samskiptastjóri Háskólans á Bifröst

Lilja Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem samskiptastjóri við markaðssvið skólans. Lilja hefur störf í byrjun ágúst 2017 en hún tekur við starfinu af Maríu Ólafsdóttur sem er farin í fæðingarorlof.

Lesa meira
Flugfreyjustarfið sveipað dýrðarljóma 20. júlí 2017

Flugfreyjustarfið sveipað dýrðarljóma

Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í menningarstjórnun nú í vor frá Háskólanum á Bifröst. Andrea segist hafa valið námið vegna þess að menningu sé að finna alls staðar og námið bjóði upp á marga möguleika.

Lesa meira