25. janúar 2019
Nýr gæðastjóri Háskólans á Bifröst
Stefán Kalmanson hefur verið ráðinn sem gæðastjóri skólans og tekur við af Signýju Óskarsdóttur.
Stefán lauk Cand. Ocon. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1987 og Cand. Merc frá Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 1992. Hann hefur starfað við Háskólann á Bifröst frá árinu 2002, lengst af sem kennari í viðskiptadeild en einnig sem starfsmaður í stjórnsýslu skólans. þá hefur hann tekið þátt í gæðaverkefnum innan skólans á síðustu árum.
Stefán hefur þegar hafið störf og Signý er tekin við stöðu aðstoðarskólameistara við Menntaskóla Borgafjarðar og óskum við henni velfarnaðar í nýju starfi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta