Benedikt með vöruna sína, Ásgarð Mate
7. febrúar 2019Hugmynd úr frumkvöðlafræði vekur athygli
Benedikt Svavarsson er nemandi við háskólann í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu og hefur hann hafið framleiðslu á eigin gosdrykk. Hugmyndin kviknaði í áfanga við skólann þar sem er kennd frumkvöðlafræði. Benedikt vann hópverkefni þar sem átti að gera viðskiptaáætlun fyrir sprotafyrirtæki. Hugmyndin var að koma vinsælum evrópksum gosdrykk inn á íslenskan markað.
"Gosdrykkir úr mate tei er eitthvað sem íslenski markaðurinn hefur ekki komist í kynni við áður. Mate teið kemur frá Brasilíu og er þekkt sem drykkur guðanna. Teið sjálft er mjög koffínríkt og hefur örfandi áhrif á líkamann. Hópfélagar mínir frá Þýskalandi kynntu drykkinn fyrir mér og við ákváðum að gera verkefnið um það. Við gerðum viðskiptaáætlun fyrir okkar eigin mate gosdrykk, Ásgarð Mate." Segir Benedikt um fæðingu hugmyndarinnar.
Benedikt er byrjaður að framleiða drykkinn sjálfur á Bifröst og stefnir á að stækka við sig. Hann er að leita að meðframleiðanda til að auka framleiðsluna og lækka framleiðslukostnað. Benedikt segir að ætlunin sé að koma drykknum að í íslenskum verslunum. Drykkurinn sé góð staðgönguvara fyrir kaffi og orkudrykki.
Benedikt ræddi hugmyndina og skólann í útvarpsþættinum Harmageddon, hlusta má á viðtalið hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta