Nýjar pælingar og verkefni í þjónandi forystu
Þann tólfta febrúar næstkomandi, frá 17:30 til 19:30, verður haldinn umræðu- og kynningarfundur um nýjustu pælingar og komandi verkefni í þjónandi forystu á Íslandi. Í byrjun fundar verður öllum gestum boðið upp á súpu og kaffi verður á boðstólum á meðan fundi stendur. Fundurinn er haldinn af Háskólanum á Bifröst og Þekkingarsetri um þjónandi forystu í sameiningu. Á fundinum munu stjórnendur og kennarar við skólann kynna nýja námslínu til MS gráðu í þjónandi forystu. Þá mun heimspekingurinn Dr. Robert Jack stjórna umræðum þar sem hann varpar fram gagnrýnum spurningum til þeirra sem aðhyllast þjónandi forystu. Í lokin verður aðalfundur þekkingarsetursins þar sem fara fram almenn aðalfundarstörf.
Þjónandi forysta gegnir lykilhlutverki í stefnu Háskólans á Bifröst og býður skólinn öllum sínum nemendum upp á þjálfun í þjónandi forystu, hvort sem það er í grunn- eða meistaranámi.
Fundurinn verður haldinn í Reykjavík, í húsakynnum skólans, Suðurlandsbraut 22 á annari hæð. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á þjónandi forystu. Dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta