Starf framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu laust til umsóknar 4. febrúar 2019

Starf framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu laust til umsóknar

Framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu

 

Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu, sem fer fyrir kennslusviði skólans. Sviðið sinnir fjölbreyttri þjónustu við nemendur og kennara og eru t.d. náms- og starfsráðgjöf hluti af sviðinu sem og bókasafn skólans. Um er að ræða fullt starf.

 

Helstu verkefni

Verkefni tengd kennslu, námsmati, innritunum og brautskráningu

Umsjón með  tölfræðilegum upplýsingum um  skólastarfið og birtingu þeirra

Ábyrgð á nemendaskrár- og kennslukerfi skólans

Gerð námsskráa, námskeiðslýsinga og kennsluáætlana í samstarfi við starfsfólk

Umsjón með framkvæmd kennslumats og úrvinnslu þess

Þátttaka í gæðastarfi skólans m.a. vegna úttekta

Skipulagning skólastarfsins, þ.m.t. vinnuhelga

Þátttaka í nefndastarfi skólans, samskipti við aðila utan skólans s.s. ráðuneyti og aðra háskóla

 

Menntunar og hæfniskröfur

Háskólapróf sem nýtist í starfi

Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni

Reynsla af störfum í háskólaumhverfi er æskileg, ekki síst á sviði kennslumála

Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund

Góð tölvukunnátta

Góð íslensku- og enskukunnátta

 

 

Búseta á Bifröst eða í nágrenni er æskileg.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra kennslu- og þjónustu, kennslustjori@bifrost.is   s. 433 3000

Umsóknir skulu sendar á rektor@bifrost.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar nk.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta