Kynningarfundur um diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun
Kynningarfundur vegna diplómanáms í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldinn þann 10. janúar kl. 14.00 - 14.40 í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Diplómanámið er sérsniðið að starfi verslunarstjóra. Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV. Það er tilvalin leið og tækifæri fyrir verslunarstjóra til þess að nýta reynslu sína og þekkingu til þess að bæta við sig námi.
Hægt er að nýta rétt í starfsmenntasjóðnum fyrir námskeiðsgjöldum, 90% af námskeiðsgjöldum að hámarki kr. 130.000 miðað við fullan rétt. Einstaklingar og fyrirtæki geta einnig sótt um sameiginlegan styrk hér og þannig nýtt rétt sinn í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknir er að finna hér.
Umsóknarfrestur í diplómanámið rennur út þann 20. janúar næstkomandi. Láttu þetta tækifæri ekki fram hjá þér fara! Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta