Afmælisárgangur í heimsókn á Bifröst 31. október 2018

Afmælisárgangur í heimsókn á Bifröst

Hópur fyrrum nemenda Samvinnuskólans sem útskrifaðist árið 1963 heimsótti gamlar slóðir  á dögunum. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, tók vel á móti hópnum og leiddi hann í gönguferð um svæðið, að því loknu var snæddur hádegisverður á hótelinu og endaði hópurinn síðan góðan dag við Glanna áður en haldið var aftur til höfuðborgarinnar.

Það er ætíð ánægjulegt að taka á móti slíkum hópum og mörg dæmi um að fyrrum Bifrestingar haldi enn hópinn mörgum árum eftir útskrift og hittist reglulega. Vert er að benda áhugasömum á Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst sem finna má upplýsingar um bæði á vefsíðu háskólans og á Facebook hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta