Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt 27. ágúst 2018

Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt

Byggðastofnun leiðir tveggja ára  evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE,  í  samstarfi við Háskólann á Bifröst auk  erlendra  þátttakenda  frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE  stendur fyrir  Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem  Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. 

Meginmarkmið  verkefnisins  er  að  þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra. Verkefnið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir lærdóm og miðlun reynslu  annarra þjóða enda eru viðfangsefnin sambærileg í löndunum allt í kringum okkur. Auk þess að þiggja mótframlög frá þátttökuaðilum verkefnisins  er það fjármagnað  með  €247.000  styrk  frá  Erasmus+  styrkjaáætlun  ESB. 

Sérstakur upplýsingfundur verður haldinn um verkefnið þriðjudaginn 28.  ágúst á Borgarfirði eystri þar sem fjallað verður um niðurstöður greiningar á þeim áskorunum sem dreifðari byggðalög standa frammi fyrir. Þar mun m.a. Kári  Joensen,  lektor  og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst, halda erindið Símenntun  til  stuðnings  byggða-  og  samfélagsþróun. En við símenntun Háskólans á Bifröst hafa um árabil verið í boði fjölbreytt námskeið í fjarnámi fyrir einstaklinga og vinnustaði um land allt.

Fundurinn er öllum opinn og gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að ræða þessi viðfangsefni. Nálgast má frekari upplýsingar um viðburðinn hér .

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta