31. ágúst 2018
Spurning vikunnar - Nýnemadagar
Nýnemadaga í grunn- og meistaranámi fóru fram 23. og 24. ágúst. Um var að ræða fjölbreytta dagskrá sem samanstóð af kynningu á deildum skólans, áhugaverðum fyrirlestrum, sameiginlegum kvöldverði, skemmtilegri dagskrá á vegum nemendafélagsins og fleiru. Helgin heppnaðist vel í alla staði. Umsóknum í bæði grunn- og meistaranám við Háskólann á Bifröst fjölgaði nú í haust á milli ára og var ákveðið að spyrja nokkra nýnema af handahófi hvers vegna þeir völdu nám við Háskólann á Bifröst og hver framtíðaráform þeirra eru.
|
,,Ég valdi Háskólann á Bifröst því hann er eini háskólinn sem býður upp á nám í menningarstjórnun. Ég er menntaður ljósmyndari og vinn í ferðaþjónustu við einskonar viðburða- og ferðahönnun og fannst námið spanna yfir hvoru tveggja það sem ég hef lært hingað til og það sem ég starfa við". |
|
,,Ég valdi Háskólann á Bifröst vegna þess að lotukerfið heillaði mig. Það er stór kostur að þurfa ekki að vera með alla áfanga á bakinu í einu og geta þannig einbeitt sér að færri í einu. Ég starfa í nokkrum stjórnum og rek útgerð og langaði að styrkja mig í fjármálalæsi og rekstri fyrirtækja". |
|
,,Ég valdi Háskólann á Bifröst því hann er eini háskólinn á landinu sem býður upp á fjarnám í viðskiptalögfræði. Einnig er mögulegt að taka meistaragráðu í viðskiptalögfræði ofan á grunngráðu í viðskiptafræði og sérhæfa sig þannig frekar. Það hentar mér vel þar sem ég er annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Lókal eignir í Grafarholtinu og nýtist meistaragráða í lögfræði mér vel í starfi". |
|
,,Ég valdi Háskólann á Bifröst því þar er boðið upp á grunnnám í viðskiptalögfræði bæði í fjarnámi og lotukerfi. Ég lærði áður viðskiptafræði í Osló og langaði að bæta við mig lögfræðinni til að sérhæfa mig frekar og auka möguleika mína til þess að starfa sjálfstætt í framtíðinni". |
|
,,Mér leist bara rosalega vel á námið og hvernig það er sett upp með lotukerfinu. Einnig er vinkillinn á samfélagsmiðlana spennandi kostur. Í framtíðinni hef ég áhuga á því að fara í frekara nám, jafnvel til útlanda en það verður bara að koma í ljós. Held öllum möguleikum opnum". |
Frá nýnemadögum
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta