4. september 2018
25 skiptinemar á haustönn 2018
Nú í haust komu 25 skiptinemar á Bifröst alls staðar að úr heiminum t.d. Spáni, Hollandi, Kóreu, Japan, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum.
Móttökukvöldverður var haldinn 1. september með það að markmiði að nemendur kynnist hver öðrum. Eftir kvöldmatinn var hið sögufræga bjórtennismót haldið í nýrri og mikið endurbættri aðstöðu nemendafélagsins. Eftir það áttu nemendur góða kvöldstund saman þar sem var m.a. spilað pílukast, billiard og fótboltaspil.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta