Nýsköpunarhádegi Gulleggsins
Nýsköpunarhádegi Gulleggsins verður haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 7. september á milli 12:00-13:00 undir yfirskriftinni Engar hindranir. Um er að ræða átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Átakið hefur skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.
Eliza Reid forsetafrú mun halda opnunarávarp en þátttakendur í panelumræðum verða Margrét Júlíanna Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi Avo. Umræðustjóri panelsins verður Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður íslenskra viðskipta hjá Meniga en fyrirtækið tók einmitt þátt í Gullegginu árið 2009. Icelandic Startups sér um fundarstjórn.
Þá er rétt að benda á að umsóknarfrestur til að sækja um í frumkvöðlakeppnina Gulleggið rennur út þann 12. september næstkomandi. Því er um að gera að nýta helgina til að senda inn umsókn en allar nánari upplýsingar má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta