Vettvangur fyrir ungt athafnafólk og frumkvöðla
Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja.
Vert er að benda á að þar sem Háskólinn á Bifröst er einn styrktaraðila keppninnar felur það m.a. í sér að núverandi nemendum Háskólans á Bifröst, og þeim nemendum skólans sem útskrifast hafa síðustu 5 ár, býðst að sitja vinnusmiðjur Gulleggsins sér að kostnaðarlausu.
Nemendur eru hvattir til að mæta á kynningu á Gullegginu 2018 sem haldin verður miðvikudaginn 5. september kl 16 í húsnæði Háskólans á Bifröst á Suðurlandsbraut. Verkefnastjórnar Gulleggsins munu kynna keppnina og fyrrum nemandi við Háskólann á Bifröst mun segja frá sinni reynslu af þátttöku í Gullegginu. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta