Háskóladagurinn 2018 16. febrúar 2018

Háskóladagurinn 2018

Háskóladagurinn 2018 fer fram laugardaginn 3. mars frá kl. 12 – 16 í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Háskóladagurinn er árlegur viðburður sem allir háskólar landsins standa að og kynntar eru yfir 500 námsbrautir. Fulltrúar Háskólans á Bifröst kynna námsframboð skólans á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík að þessu sinni.

Óskað er eftir nemendum við Háskólann á Bifröst sem hafa áhuga á því að taka þátt í Háskóladeginum með okkur. Þátttaka felur í sér að mæta á Háskóladaginn og kynna námsframboð á Bifröst fyrir gestum og gangandi. Allar nánari upplýsingar er að finna hér. 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband á netfangið samskiptastjori@bifrost.is