Vel heppnað Bifrastarþing
Þann 22. febrúar síðastliðinn var haldið Bifrastarþing þar sem opnun aldarafmælishátíðar Háskólans á Bifröst fór fram með formlegum hætti. Flutt voru fróðleg og skemmtileg erindi sem spönnuð vel yfir þau hundrað ár sem skólinn hefur starfað.
Mikið ánægjuefni er hversu stór og fjölbreyttur hópur gesta lagði leið sína á Bifröst þennan fallega fimmtudag í febrúar en um 75 manns sóttu viðburðinn, hlýddu á mælendur, tóku þátt í umræðum og þáðu góðar veitingar að dagskrá lokinni. Einnig voru á bilinu 20 – 30 manns sem fylgdust með athöfninni í beinni útsendingu á netinu.
Á þessu ári er fangað aldarafmæli Háskólans á Bifröst og var Bifrastarþingið fyrsti viðburðurinn í dagskrá sem sett hefur verið saman fyrir afmælisárið. Næsti viðburður er svokallað Bifrovision sem er á dagskrá núna í marsmánuði. Dagskránna má nálgast í heild sinni hérna.
Hægt verður að horfa á stutt viðtöl við mælendur á samfélagsmiðlum skólans. Fyrsta viðtalið birtist hér fyrir neðan.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta