8. janúar 2018
Nýr starfsmaður við þróunar- og alþjóðasvið
Lara Pázmándi hefur verið ráðin við alþjóða- og þróunarsvið Háskólans á Bifröst. Hún hefur störf núna um áramótin og mun starfa með Karli Eiríkssyni alþjóðafulltrúa háskólans. Lara mun meðal annars sinna samskiptum við skiptinema, starfsmannaskiptum, fyrirspurnum um nám og aðstoða við ýmis önnur verkefni.
Lara hefur lokið B.A. gráðu í alþjóðlegri stjórnsýslu frá Pázmány Péter Kaþólska Háskólanum í Budapest. Var hún skiptinemi við Háskólann á Bifröst veturinn 2015 – 2016 og er hún nú búsett á háskólasvæðinu ásamt eiginmanni sínum James Einar Becker.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta