Vinnustofa í verkefninu INTERFACE á Írlandi 25. apríl 2018

Vinnustofa í verkefninu INTERFACE á Írlandi

Þann 6. og 7. mars síðastliðinn fór fram stjórnarfundur og vinnustofa í Erasmus verkefninu INTERFACE. Fundurinn fór fram á Írlandi og var þar meðal annars unnið að þróun námskrár fyrir leiðbeinendur og ráðgjafa, sem ætlunin er að virkja til stuðnings við eflingu frumkvæðis og nýsköpunar í dreifðari byggðarlögum þátttökulandanna. 

Síðastliðið haust fengu Háskólinn á Bifröst og samstarfsaðilar styrk að fjárhæð 31. millj.kr. (€247.000) fyrir samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu. Ætlunin er að þróa kennsluefni og þjálfa fólk í hlutverk ráðgjafa fyrir atvinnu- og samfélagsþróun í byggðarlögum sem hafa átt undir högga að sækja vegna atgerfisflótta og efnahagsþrenginga. Verkefnið er leitt af Byggðastofnun og byggir að hluta til á verkefni um Brothættar byggðir og fyrra Erasmus samstarfsverkefni sem ber heitið FIERE. Auk íslensku þátttakendanna koma samstarfsaðilar frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu að verkefninu. 

Hægt er að nálgast fréttir af framgangi verkefnisins hér

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta