Opin málstofa um stefnumótun listastofnana 18. apríl 2018

Opin málstofa um stefnumótun listastofnana

Á þessari málstofu á vegum meistaranáms í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst mun Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar ræða hlutverk hátíðarinnar í samtímanum og stefnuna til framtíðar. Listahátið er um margt sérstök stofnun í íslensku menningarlífi en fljótlega eftir að Vigdís tók við starfi listræns stjórnanda árið 2016 hófst vinna við gerð stefnu hátíðarinnar og birtist afrakstur þeirrar vinnu á síðasta ári (http://www.listahatid.is/um-listahatid/stefna-2017-2020/). Málstofan er síðan tækifæri til þess að skoða möguleika stefnumótunar í menningar og listastofnunum í víðu samhengi og er öllum opin. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson. 

Vigdís Jakobsdóttir er með BA gráðu í leikstjórn og leiklistarfræðum frá University of Kent at Canterbury, diplóma í kennslufræði fyrir háskólakennara frá Háskóla Íslands og hefur aflað sér aukinnar menntunar á sviði leiðtogafræði og menningarstjórnunar. Hún á að baki fjölbreytta stjórnunarreynslu á sviði lista og menningar, en hún starfaði um árabil sem deildarstjóri fræðsludeildar hjá Þjóðleikhúsinu og sem listrænn stjórnandi Þjóðleiks, leiklistarhátíðar ungs fólks á landsbyggðinni. Vigdís átti frumkvæði að og var listrænn stjórnandi UNGA - alþjóðlegrar sviðslistahátíðar ASSITEJ á Íslandi. Hún hefur auk þess starfað mikið á alþjóðavettvangi, m.a. sem varaforseti ASSITEJ International.

Staðurinn er Suðurlandsbraut 22, í Reykjavík, á annarri hæð, klukkan 17.15 þann 26. apríl.

Facebook viðburð má finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta