Grunnskólanemar kynntu sér starf Háskólans á Bifröst 3. maí 2018

Grunnskólanemar kynntu sér starf Háskólans á Bifröst

Fjórir nemendur úr grunnskólum Borgarbyggðar komu kynntu sér starf Háskólans á Bifröst. Þetta voru þau Guðrún Karítas, Guðbrandur Jón, Ásdís Lilja og Viktoría Líf en þau eru öll í 10. bekk.

Fyrst í stað fengu þau almenna kynningu á skólanum og skoðuðu húsakynni hans. Einnig fengu nemendurnir sérstaka kynningu á störfum alþjóðafulltrúa, náms- og starfsráðgjafa, kennara og markaðssviði. Þar fengu þau að spreyta sig á greinaskrifum og gerðu það með glæsibrag. Að síðustu fengu þau sérstaka kynningu á starfssemi tölvudeildar og helstu kerfum skólans.

Rótarý stendur fyrir þessari heimsókn grunnskólanemanna en megintilgangur verkefnisins er að veita nemendum innsýn inn í atvinnulífið og hvaða leiðir eru færar gegn um menntakerfið til þess að ná settu marki við starfsval. Að lokinni heimsókn undirbúa nemendur kynningu sem þau flytja á Rótarýfundi 23. maí næstkomandi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta