Fulltrúar Háskólans á Bifröst heimsóttu Coventry university
Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst og Einar Svansson lektor fóru ásamt sex nemendum háskólans og heimsóttu Coventry University. Háskólarnir tveir hafa staðið saman að kennslu framsækinna námskeiða og er heimsóknin liður í því verkefni.
Að sögn Karls er um að ræða samstarfsverkefni á milli háskólanna tveggja þar sem kennd eru sameiginlega námskeið sem lúta að því að búa til og markaðssetja app fyrir ferðamenn. Alls taka átján nemendur þátt í verkefninu það er tólf tölvunarfræðinemar frá Coventry University og sex viðskipta-/markaðsfræðinemendur frá Háskólanum á Bifröst. Nemendum var raðað saman í þrjá hópa og fengu þau fyrirmæli að búa til app sem ekki hefur sést áður á markaðnum. Hóparnir voru myndaðir í byrjun mars og hófs hugmyndavinna í kjölfarið. Í dymbilvikunni hittust svo nemendurnir, báru saman bækur sínar og héldu áfram að vinna að verkefninu.
Þrátt fyrir menningarmun gekk samstarfið mjög vel og eru hóparnir komnir mun lengra með þróun á vöru sinni á þessum tímapunkti vinnunnar en gert var ráð fyrir í upphafi. Nemendur komu ánægðir heim eftir velheppnaða námsferð til Coventry reynslunni ríkari.
„Samstarfsfólk okkar í Coventry var almennt sammála um að þetta verkefni væri eitt best heppnaða alþjóðlega samstarfsverkefni sem skólinn hefur tekið þátt í og hefur Coventry University þegar samþykkt fjármögnun á samskonar verkefni að ári í samstarfi við Háskólann á Bifröst.“ segir Karl að lokum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta