Fréttir og tilkynningar
6. maí 2025
Verkfærakista unga fólksins um byggðabrag
Rödd unga fólksins fékk að heyrast á vinnustofu um Byggðabrag sem haldin var í febrúar og núna eru niðurstöður birtar í lokaskýrslu á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum.
Lesa meira
5. maí 2025
Rektor stödd í París í dag ásamt þúsund öðrum rektorum, í boði Macron
Veldu Evrópu fyrir vísindin - Veldu Frakkland fyrir vísindin var yfirskrift fundar sem Emmanuel Macron og Ursula von der Leyen buðu um þúsund rektorum til í Sorbonne háskóla í París í dag. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskólans á Hanneyri voru þar meðal gesta.
Lesa meira
5. maí 2025
Samtal um skapandi greinar: Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), í samstarfi við CCP, býður til morgunfundar undir yfirskriftinni Samtal um skapandi greinar: Hreyfiafl skapandi og skáldlegra framtíðarsýna fimmtudaginn 8. maí kl. 8:30–10:00 í húsakynnum CCP í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Fundinum verður streymt og CCP býður gestum upp á morgunverð og kaffi.
Lesa meira
15. apríl 2025
Starfsmaður á faraldsfæti - Dr. Rakel Heiðmarsdóttir heimsótti UNED
Með þessu fréttabréfi viljum við deila stuttum frásögnum af ferðalögum starfsmanna Bifrastar á vegum Erasmus-verkefna. Markmiðið er að veita innsýn í það faglega starf sem fer fram erlendis og deila reynslu og lærdómi sem starfsfólk okkar fær á slíkum ferðum.
Lesa meira
9. apríl 2025
Uppskeruhátíð nýsköpunar - 12 hugmyndir sem breyta leiknum!
Á uppskeruhátíð námskeiðsins Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana við Háskólann á Bifröst kynntu nemendur 12 fjölbreytt og metnaðarfull nýsköpunarverkefni sem hvert og eitt svarar raunverulegri þörf í samfélaginu.
Lesa meira
8. apríl 2025
Frá hugmynd til framkvæmdar
Nemendur í skapandi greinum luku námskeiði ,,Framsetning og sala hugmynda” hjá Sirrý Arnardóttur með keppni um bestu kynninguna. Keppnin er útfærð af Sirrý og tekur tillit til
Lesa meira
7. apríl 2025
Samtal um Hörpu-áhrifin
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við Hörpu stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 9. apríl um Hörpu-áhrifin, nýútgefna skýrslu um hagræn áhrif Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss en í haust samdi Harpa við RSG um gerð skýrslunnar.
Lesa meira
3. apríl 2025
Nám með samfélagslega sérstöðu
Hlutverk háskólasamfélagsins og fjölmiðla er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr, þegar upplýsingaóreiða og óskýrar línur ríkja í alþjóðastjórnmálum. Hjá Bifröst er boðið upp á tvær námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi - Öryggisfræði og almannavarnir og Áfallastjórnun. Þar til viðbótar býður Bifröst í fyrsta sinn upp á meistaranám í Samskiptastjórnun á tímum þegar upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annarra samskiptamiðla geta verið ógn við samfélag og öryggi.
Lesa meira
31. mars 2025
Menningarauðlind ferðaþjónustunnar
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri.
Lesa meira