
Frumkvöðlastarf - örnám á ensku -18 ECTS, kennt á ensku
Þann 18. ágúst nk. hefur göngu sína nýtt örnám við Háskólann á Bifröst sem nefnist Frumkvöðlastarf. Námið er samtals 18 einingar (ETCS), samsett úr þremur 6 eininga námskeiðum sem dreifast yfir haustönn. Námið er hannað fyrir fólk sem hefur áhuga á íslensku sprotaumhverfi, nýsköpun eða langar að sækja sér háskólamenntun. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi, aðfaranámi að háskóla eða sambærilegu námi.
Námið er opið öllum en er sérstaklega sniðið fyrir þá sem ekki hafa náð tökum á íslensku og er því kennt á ensku. Þetta er nýjung í starfsemi Háskólans á Bifröst og ætlað sem brúarsmíði til að auðvelda innflytjendum að hefja háskólanám.
Þau Arnar Sigurðsson, Fida Abu Libdeh og Michael Hendrix mynda samstíga teymi sem kennarar örnámslínunnar. Kennararnir þrír hafa ólíkan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að hafa mikla og farsæla reynslu af frumkvöðlastarfi og stofnum sprotafyrirtækja.
- Arnar er sérfræðingur í nýsköpun og er einn stofnenda sprotafyrirtækisins Austan Mána (East of Moon).
- Fida, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica, hefur áður sinnt kennslu við viðskiptadeild við góðan orðstír.
- Michael er bandarískur hönnuður og prófessor sem hefur verið búsettur á Íslandi um árabil. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá IDEO og stofnandi Huldunótna.
Að loknu námi munu nemendur búa yfir nauðsynlegri hæfni til að verða virkir þátttakendur í frumkvöðlaumhverfi á Íslandi.
Námskeiðin þrjú eru þróuð í samstarfi við Listaháskóla Íslands með stuðningi úr Samstarfi háskóla sem er sjóður á vegum Háskólaráðuneytisins. Námskeiðin heyra undir fagstjórn námslínunnar skapandi greinar við Háskólann á Bifröst.
Sæktu um ef þú vilt breyta hugmynd í veruleika!
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.
Eða hjá Önnu Hildi Hildibrandsdóttur fagstjóra skapandi greina, annah@bifrost.is eða í síma 866 7555.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta