Nýnemadagur Háskólagáttar og University Gateway
Nýnemadagur Háskólagáttar Háskólans á Bifröst verður haldinn 8. ágúst í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hefst athöfnin kl. 10:00. Á nýnemadeginum eru nýir nemendur boðnir velkomnir í Háskólann á Bifröst og þeim veitt innsýn í námsfyrirkomulagið hjá Háskólagátt.
Dagskráin hefst á setningarræðu Margrétar Jónsdóttur Njarðvík rektors. Að setningu lokinni taka við kynningar á helstu þjónustu sem nemendum stendur til boða og kynning á þeim kennslu- og tölvukerfum sem þau þurfa að kunna skil á. Náms- og starfsráðgjafar kynna sína þjónustu og fara yfir hvað þarf að hafa í huga í fjarnámi og bókasafn Háskólans kynnir sína þjónustu.
Eftir hádegi fjallar Agnar Jón Egilsson um samvinnu til árangurs út frá mismunandi hliðum.
Að því loknu hefst fyrsta kennslustund annarinnar með kennslu í upplýsingatækni. Kennslu lýkur kl. 17:00.
Við hvetjum öll til að mæta og kynna sér fyrirkomulag námsins og námsannarinnar sem er framundan í Háskólagátt. Það gerir upphaf skólaársins bæði aðgengilegra og auðveldara viðfangs.
English version:
Bifröst University's Orientation Day for new students at University Gateway will be held on August 8th at Hvanneyri. The ceremony starts at 10 a.m.. On Orientation Day, new students are welcomed to Bifröst University and given an insight into the study arrangements at Bifröst University.
The event begins with orientation speech of rector Margrét Jónsdóttir Njarðvík. After the opening speech, Agnar Jón Egilsson will discuss collaboration for success from different perspectives. After lunch break presentations will be given for the main services available to students and an introduction to the teaching and computer systems that students need to know. Academic and Career Counsellors will present their services and review what needs to be kept in mind when studying remotely.
In the afternoon the first class of the semester will begin with a lesson in Information technology. Classes will end at 17:00.
We encourage everyone to attend the event and learn about the study arrangements at University Gateway. That will make the start of the school year both more accessible and easier.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta