6. ágúst 2025
Arnór Bragi Elvarsson ráðinn aðjúnkt við viðskiptadeild
Háskólinn á Bifröst hefur fengið góðan liðsauka. Arnór Bragi Elvarsson hefur verið ráðinn aðjúnkt við viðskiptadeild háskólans. Hann mun sinna kennslu og rannsóknum við deildina á fagsviði verkefnastjórnunar. Rannsóknir hans fjalla gjarnan um skipulag innviða og ákvarðanatöku tengdum stórum innviðaverkefnum með áherslu á samgöngukerfi.
Arnór hefur starfað við kennslu og rannsóknir við Svissneska Tækniháskólann, ETH Zürich undanfarin ár. Hann hefur starfað við verkfræðiráðgjöf á Íslandi og í Sviss og sinnt doktorsnámi við ETH Zürich.
Í frítíma sínum leitar Arnór og fjölskylda hans upp í fjöll. Á sumrin fara þau um fjallvegi á hjólum og skíða niður á veturna.
Við bjóðum Arnór velkominn til starfa við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta