15. júlí 2025

Nýnemadagur grunn- og meistaranema

Nýnemadagur grunn- og meistaranema verður haldinn föstudaginn 15. ágúst kl. 11:00 – 14:00 og verður hann haldinn á Teams að þessu sinni.

Markmið nýnemadags er að bjóða nýja nemendur við háskólann velkomna og að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar svo þau verði sem best undirbúin þegar kennsla hefst þann 18. ágúst. 

Dagskrá nýnemadagsins hefst á skólasetningu með Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor skólans. Að setningu lokinni verður farið yfir helstu tölvu- og kennslukerfi sem nemendur þurfa að kunna skil á. Þá verður helsta þjónusta sem nemendum stendur til boða kynnt, náms- og starfsráðgjöf kynnir sína þjónustu og fer yfir það sem þarf að huga að í fjarnámi. þá kynnir forstöðukona bókasafns Háskólans á Bifröst þá þjónustu sem er í boði hjá safninu.

Eftir hádegið verður nemendum skipt í hópa eftir deildum þar sem deildarforseti hverrar deildar býður nemendur velkomna. Í kjölfarið hitta nemendur fagstjóra og kennara sem ætla að fara yfir námslínur og áherslur, tilbúnir fyrir spurningar og spjall. 

Við mælum eindregið með að nýir nemendur taki þátt í nýnemadeginum. Það gerir upphaf skólaársins einfaldara. 

Frekari upplýsingar og dagskrá