Fréttir og tilkynningar
27. mars 2025
Uppskeruhátíð nýsköpunar
Uppskeruhátíð Nýsköpunar hjá Háskólanum á Bifröst verður haldin laugardaginn 5. apríl klukkan 14:00 til 17:00 í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi.
Hlekkur á skráningu í frétt.
25. mars 2025
Skapandi greinar gegna lykilhlutverki í samfélaginu
Vorblað Vísbendingar er tileinkað skapandi greinum. Alls er 22 greinar í blaðinum sem fjalla með fjölbreyttum hætti um menningu og skapandi greinar út frá ólíkum sjónarhornum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina er meðal þeirra sem eiga grein í blaðinu.
Lesa meira
25. mars 2025
Akademísk staða í viðskiptadeild
Háskólinn á Bifröst leitar að akademískum starfsmanni í 50-100% stöðu við viðskiptadeild Háskólans.
Lesa meira
24. mars 2025
Verkefnin framundan hjá Bifröst og Háskólanum á Akureyri
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
21. mars 2025
Háskólanám í frumkvöðlastarfi
Háskólinn á Bifröst kynnir fyrsta örnámið í frumkvöðlastarfi sem kennt er á Íslandi, í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Kennslan fer fram á ensku og er námið ætlað einstaklingum sem vilja tengjast frumkvöðlasamfélaginu á Íslandi.
Lesa meira
18. mars 2025
Rannsóknarverkefnið Building Bridges leitar að meistaranema
Rannsóknarverkefnið Building Bridges sem hýst er við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann á Bifröst og York St. John University í Bretlandi, og styrkt af Rannsóknasjóði leitar að meistaranema til þess að vinna með rannsóknarhópnum að meistaraverkefni um samfélagstónlist á Íslandi og/eða Kordu Samfóníu.
Lesa meira
11. mars 2025
Hádegismálstofa um rannsóknir
Næsta hádegismálstofa Háskólans á Bifröst verður haldin næstkomandi fimmtudag, 13. mars kl. 12:00 - 13:00. Þar ætlar Haukur Logi Karlsson dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst að fjalla um rannsóknir sínar, en yfirskrift Málstofunnar er "Refsiábyrgð ráðherra og hlutverk samkeppnisréttar á vinnumörkuðum".
Lesa meira
10. mars 2025
Rannsókn á óstaðbundnum störfum
Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum vinnur nú að könnun um hreyfanleika starfa og vinnuafls og hvort vinnustaðir séu yfirleitt með stefnu um óstaðbundin störf.
Lesa meira
3. mars 2025
Kall eftir ágripum
Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Þar verður fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum.
Lesa meira