Þriðja vinnustofa HEIST haldin á vegum Bifrastar
1. júlí 2025

Þriðja vinnustofa HEIST haldin á vegum Bifrastar

Þann 26. júní síðastliðinn var haldin hér á landi þriðja vinnustofan í rannsóknarverkefninu Hybrid Space-Submarine Architecture Ensuring Infosec of Telecommunications (HEIST). Vinnustofan var mjög vel sótt af þeim sem koma að rannsóknarverkefninu og einnig fólki úr tækni- og gagnagreiningahluta öryggis- og varnarmálageirans og komu gestir víða að.

HEIST verkefnið er stórt alþjóðlegt öryggis- og varnarmálaverkefni sem er styrkt af NATO. Verkefnið miðar að því að finna leiðir til að gera internetið minna viðkvæmt fyrir truflunum með því að beina upplýsingaflæði aðrar leiðir ef neðansjávarstrengir rofna. Þetta er þverfaglegt samstarf laga, tækni, hernaðar og einkaaðila og er mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta í Norður-Atlantshafi.