Kynningarfundur um örnámið Frumkvöðlastarf  í beinu streymi á Facebook
1. júlí 2025

Kynningarfundur um örnámið Frumkvöðlastarf í beinu streymi á Facebook

Háskólinn á Bifröst býður upp á kynningarfund í dag 1. júlí kl. 16:00 í beinu streymi á Facebook þar sem kynnt verður nýtt og spennandi nám - örnám í frumkvöðlastarfi á Íslandi, Námið er hannað fyrir alla sem hafa áhuga íslensku sprotaumhverfi, nýsköpun eða langar að sækja sér háskólamenntun. Kennsla fer að öllu leyti fram á ensku. Stjórnendur námslínunnar þau Fida Abdul Libdeh, stofnandi Geo Silica Iceland, Arnar Sigurðsson nýsköpunarsérfræðingur og Michael Hendrix fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá IDEO og stofnandi Huldunótna stýra fundinum ætla að segja frá eigin reynslu af frumkvöðlastarfi, fara yfir það sem felst í náminu, hvaða færni þátttakendur geta átt von á að öðlast og tækifærin sem bíða.  

Smelltu á hlekkinn og vertu með okkur í beinu streymi   https://fb.me/e/3mHMO4CJY