
Sumarlokun skrifstofu
Starfsfólk Háskólans á Bifröst þakkar fyrir nýliðið skólaár. Skrifstofa Háskólans á Bifröst verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 14. júlí til þriðjudagsins 5. ágúst nk.
Almennar upplýsingar er snerta nám við Háskólann á Bifröst má finna hér:
- Algengar spurningar um nám við Háskólann á Bifröst
- Upplýsingar fyrir nýnema
- Dagskrá skólaársins
- Um nýnemadaga
Nýtt skólaár hefst með nýnemadögum, sem eru þann 8. ágúst hjá Háskólagátt og forlotu Háskólagáttar sem stendur yfir frá 8. ágúst - 25. ágúst. Nýnemadagur grunn- og meistaranema er þann 15. ágúst. Kennsla hefst hjá grunn- og meistaranemum þann 18. ágúst og hjá Háskólagátt þann 25. ágúst.
Gleðilegt sumar!
Starfsfólk skrifstofu Háskólans á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta